top of page
Search

Þræðir - tónlistarhátíð Rásar 1

Tónlistarhátíð Rásar 1 verður haldin í fjórða sinn, miðvikudaginn 25. nóvember og hefst kl. 18.30. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar að þessu sinni er Anna Þorvaldsdóttir, tónskáld. Þema hátíðarinnar í ár er Þræðir og hverfist um hugleiðingar um tímann með sérstöku tilliti til 90 ára afmælis RÚV og 250 ára fæðingarafmælis Beethovens.

Pöntuð voru fjögur ný tónverk eftir tónskáldin Högna Egilsson, Sóleyju Stefánsdóttur og Hauk Þór Harðarson og Veronique Vöku. Högni og Sóley eru að góðu kunn fyrir tónsmíðar sínar og tónlistarflutning og Haukur Þór og Veronique Vaka hafa verið að hasla sér völl sem tónskáld og tóku til að mynda bæði þátt í YRKJU með Sinfóníuhljómsveit Íslands. YRKJA er starfsþróunarverkefni Tónverkamiðstöðvar fyrir ný tónskáld.


Verkin fjögur verða flutt af tónlistarhópnum Elektra og á milli verkanna verður rætt við tónskáldin um verkin og tilurð þeirra. Hátíðin verður að þessu sinni án áheyrenda í sal en verður send út í beint frá Hörpu á Rás 1 og á vef RÚV, ruv.is.

Verk tónskáldanna í safni Tónverkamiðstöðvar: Haukur Þór Harðarson Veronique Vaka

19 views

Comments


bottom of page