top of page
Search

Íslandsheimsókn Choir of Clare College – útgáfa íslenskra kórverka

Erlendir kórar hafa í vaxandi mæli veitt íslenskum kórverkum athygli en það er sjaldgjæft að erlendur kór gefi út plötu með íslenskum verkum eingöngu. Í júlí síðastliðnum réðist hinn virti Choir of Clare College í Cambridge, Englandi í það stórvirki að hljóðrita fjölmörg íslensk kórverk á og kemur diskurinn út í upphafi ársins 2022. Útgefandi er Harmonia Mundi.

Hljóðritun fór fram í All Hallow’s, Gospel Oak kirkjunni í London í júlí síðastliðnum, en flytjendur ásamt kórnum eru The Dimitri Ensemble og sópransöngkonan Carolyn Sampson. Stjórnandi er Graham Ross en upptökustjóri er breska tónskáldið John Rutter. Verkin á plötunni eru eftir:

Önnu Þorvaldsdóttur

Jón Leifs

Jón Ásgeirsson

Snorra Sigfús Birgisson

Atla Heimi Sveinsson

Hjálmar H. Ragnarsson

Tryggva M Baldvinsson

Þorkel Sigurbjörnsson

Sigurð Sævarsson

og Sigurrós


Kórinn er nú í heimsókn á Íslandi og heldur tónleika í Hallgrímskirkju, laugardaginn 18. september kl. 17. Hér má hlusta á viðtal við Graham Ross, stjórnanda kórsins í Víðsjá (viðtalið hefst á 22. mínútu).

Það verður án efa góð kynning fyrir íslenska kórtónlist þegar platan kemur út. Harmonia Mundi er eitt af stærstu útgáfufyrirtækjum í klassískri tónlist á heimsvísu og dreifir útgefnu efni um allan heim. Kórinn hefur gefið út 17 plötur hjá Harmonia Mundi og fer einnig í tónleikaferðalög víða um heim. Hér má sjá kynningarmyndband fyrir plötu þeirra Stabat sem kom út 2020:
Áhugaverðir tenglar: Choir of Clare College: https://www.clarecollegechoir.com/

Carolyn Sampson: http://carolynsampson.com
TUE 10:59

Brill

57 views

Comments


bottom of page