PODIUM
PODIUM er kynningardagskrá sem miðar að því að kynna íslensk samtímatónlistarverkefni fyrir listrænum stjórnendum, hljómsveitarstjórum og fjölbreyttum hópi flytjenda. PODIUM fór fyrst fram á Myrkum músíkdögum 2022. Kynningarmyndbönd má sjá á YouTube rás PODIUM ásamt upplýsingum um hvert og eitt verkefni.​​
​
PODIUM 2023
​
Viðburðurinn samanstendur af fimm verkefnakynningum sem miða að því að koma íslenskum samtímatónlistarverkefnum á framfæri við hátíðir, hljómsveitarstjóra, listræna stjórnendur tónlistarhópa og tónleikahúsa – og öðrum þeim sem áhuga kunna að hafa innanlands sem utan. Þau sem kynna sig í ár eru Hugi Guðmundsson, Ingibjörg Friðriksdóttir, Nordic Effect, Cantoque Ensemble og Þóranna Dögg Björnsdóttir.
​
Öllum er velkomið að fylgjast með viðburðinum á streymi 26. janúar kl. 14
MYNDBÖND FRÁ PODIUM 2022
SJÁÐU VERKEFNIN SEM KYNNT VORU Á MYRKUM MÚSÍKDÖGUM 2022





