top of page
Uppsetning og frágangur nótna

Hér eru talin upp nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar hljómsveitarnótur eru tölvusettar.

Raddskrá

  • Setjið raddskrár alltaf upp í portrait

  • Setjið upp í A4. Tónverkamiðstöð keyrir raddskrár (score) út í A4 eða A3 þannig að A4 stækkar sem því nemur. 

  • Passið að spássíur séu ekki of breiðar og ekki of mjóar. Notið fyrirfram gefna (default) stillingu í t.d. Sibelius.

  • Ekki hafa takta of breiða eða fáa í systemi – hafa minnst 4 til 5 takta í systemi. Yfirtaka sjálfkrafa stillingar (override automatic spacing or pagebreaks).

  • Passið að system séu ekki of stór. Fyrirfram gefin stilling í document setup í Sibelius gefur 7p. Fer svolítið eftir stærð hljómsveitar en við mælumst til að það sé minnkað eins og hægt er, þó aldrei minna en í 4p.

  • Ekki hafa titilsíðu á pörtum – við sjáum um að búa þær til. 

  • Hafið hljóðfærayfirlit/lista og tímalengd í flutningi (duration) á einni síðu fremst í raddskrá. Takið fram á þeirri síðu hvort raddskrá sé tónflutt eða ekki.

  • Hafið taktnúmer og æfinganúmer á rökréttum stöðum.

  • Takið út tómar línur í raddskrá. Ef hljóðfæri spilar ekki í lengri tíma ætti það að falla út úr raddskránni á þeim síðum sem það hefur ekki „rödd“. (System separation í Sibelius) Ef hljóðfæri spilar ekki í lengri tíma, t.d. í lok verks, setjið t.d. inn tacet al fine.

  • Ekki tölusetja auðar síður. Breytið blaðsíðunúmerum (page number change) eða takið blaðsíðunúmer út ef síða er auð. Ef síða á að vera auð þarf að taka það sérstaklega fram, t.d. með því að skrifa inn á síðuna Page left empty for ease of performance eða Page intentionally left blank.

  • Passið upp á staðsetningu blaðsíðutala. Mikilvægt til að blaðsíðutöl lendi ekki inni í kili. Reglan er að upphafssíða sé hægri síða og tölusett oddatölu. Hægt er að byrja á sléttri tölu ef upphafssíða er, af sérstakri ástæðu, vinstri síða opnu.

Partar

  • Setjið upp í A4. Tónverkamiðstöð keyrir raddir/parta út í B4 þannig að A4 stækkar örlítið. 

  • Passið að spássíur séu ekki of breiðar og ekki of mjóar. Notið fyrirfram gefna (default) stillingu í t.d. Sibelius.

  • Ekki of breiða takta eða fáa takta í systemi – hafa minnst 4 til 5 takta í systemi. Yfirtaka sjálfkrafa stillingar (override automatic spacing or pagebreaks).

  • Setja inn stikknótur (cues) á vel völdum stöðum þegar hljóðfæri spilar ekki í langan tíma.

  • Hafa taktnúmer og æfinganúmer á rökréttum stöðum.

  • Passa flettingar. Hugsa fyrir flettingum þannig að hljóðfæraleikarinn geti flett á góðum stað.

  • Passa upp á staðsetningu blaðsíðutala. Mikilvægt til að blaðsíðutöl lendi ekki inni í kili. Athugið að upphafssíða er alltaf hægri síða og tölusett oddatölu. Hægt er að byrja á sléttri tölu ef upphafssíða er vinstri síða opnu.

bottom of page