top of page
KYNNINGARSTARF

Tónverk þarfnast flytjenda til að heyrast

Kynning á íslenskum tónskáldum og tónverkum í safni Tónverkamiðstöðvar er veigamikill þáttur í starfi miðstöðvarinnar. Í fæstum tilfellum eru íslensk samtímatónskáld flytjendur eigin tónlistar og þess vegna mikilvægt að kynna tónverkin fyrir mögulegum flytjendum. Aðalmarkmið kynningarstarfsins er þess vegna að kynna íslensk tónverk fyrir flytjendum, hljómsveitarstjórum, verkefnavalsnefndum og dagskrárstjórum tónleika, hljómsveita og hátíða – ásamt því að kynna íslensk tónverk fyrir nýjum hlustendum.

Uppbygging tengslanets er afar mikilvæg. Gott tengslanet verður seint ofmetið og Tónverkamiðstöð vinnur stöðugt í að byggja upp og bæta tengslanet sitt í því skyni að geta miðlað tækifærum fyrir íslensk tónskáld og annað tónlistarfólk. Í því skyni er miðstöðin virk í faglegu starfi á borð við Alþjóðasamtök tónverkamiðstöðva (IAMIC) og situr framkvæmdastjóri í stjórn samtakanna. Jafnframt er unnið að því að efla tengslanet miðstöðvarinnar með því að sækja hátíðir, ráðstefnur og viðburði eins og við á hverju sinni.


Tónverkamiðstöð er á Facebook, Instagram og Twitter ásamt því að halda úti vefsíðu. Einnig sendir miðstöðin út fréttabréf með helstu fréttum sem tengjast starfsemi miðstöðvarinnar. 

NORRÆNIR MÚSÍKDAGAR

Norrænir músíkdagar eru haldnir árlega og skiptast tónskáldafélög Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands á að skipuleggja hátíðina. Hátíðin var haldin á Íslandi árið 2016 og verður haldin aftur hér á landi árið 2021.

 

Tónverkamiðstöð sækir NMD í því skyni að kynna íslenska samtímatónlist fyrir erlendum lykilaðilum innan geirans.

nmd-e1503490106263_edited.png
ClassicalNext_Logo.jpg

Ráðstefnan var fyrst haldin árið 2012og hefur unnið sér sess sem einn besti vettvangur fyrir kynningu og tengslamyndun á sviði sígildrar- og samtímatónlistar. Ráðstefnan er sótt af fagaðilum: tónskáldum, blaðamönnum, hljómsveitarstjórum, listrænum stjórnendum hátíða og öðrum sem starfa á þessu sviði. Dagskrá ráðstefnunnar er í grófum dráttum þrískipt:

I. Sýning með kynningarbásum
II. Fagráðstefna með fyrirlestrum

III. Dagskrá með sýnishornum af verkum og verkefnum

     (showcase / project pitches).

CLASSICAL NEXT

Classical:NEXT er sölu- og fagráðstefna miðuð að sígildri- og samtímatónlist og er kjörinn vettvangur til að kynna íslenska samtímatónlist á erlendum mörkuðum fyrir lykilaðilum innan geirans.

ISCM WORLD MUSIC DAYS

International Society of Contemporary Music (ISCM) stendur árlega fyrir einni stærstu samtímatónlistarhátíð í heimi, ISCM World Music Days. Meðlimir ISCM keppast um að fá að halda hátíðina og er hún ekki haldin á sama stað tvö ár í röð. Ísland hefur einu sinni haldi hátíðina, árið 1973. Félagið kallar árlega eftir umsóknum um að fá verk flutt á hátíðinni sjá deildir félagsins (sections) um að kalla eftir umsóknum á sínu umsjónarsvæði. Tónskáldafélag Íslands er aðili að félaginu – svonefnd Íslandsdeild –

og kallar árlega eftir umsóknum frá félagsmönnum um að fá verk flutt á hátíðinni.

ISCMlogo.png

IAMIC

International Association of Music Information Centres (IAMIC) eru alþjóðleg samtök tónverka- og tónlistarmiðstöðva í samtímatónlist. Samtökin vinna að framgangi samtímatónlistar víða um heim með því m.a. með því að stuðla að auknum samskiptum og fjölgun tækifæra fyrir samtímatónlistarmenn, deila tækifærum fyrir tónlistarmenn og með þátttöku í alþjóðlegum ráðstefnum og sýningum.

IAMIC%20logo_edited.png
bottom of page